Lífið

Sluppu við þjófavarnarkerfið

með aðalleikurum Steinar (lengst til vinstri) ásamt aðalleikaranum Júlí Heiðari og aðstoðarkonu sinni, Elínu Magneu Magnadóttur. fréttablaðið/Anton
með aðalleikurum Steinar (lengst til vinstri) ásamt aðalleikaranum Júlí Heiðari og aðstoðarkonu sinni, Elínu Magneu Magnadóttur. fréttablaðið/Anton

Tökur á stuttmyndinni Imagination fóru fram í Hagaskóla um hvítasunnuhelgina og heppnuðust vel. „Við náðum að klára klukkutíma áður en þjófavarnarkerfið fór í gang í skólanum. Við vorum alveg á mörkunum en náðum að klára þetta sem betur fer,“ segir Steinar Jónsson, hinn ungi leikstjóri myndarinnar.

Tökur fóru fram bæði innan- og utandyra og hátt í fimmtíu manns, flestir á framhaldsskólaaldri, tóku þátt í lokaatriðinu sem var tekið upp fyrir utan skólann.

Imaginaton er átta mínútna dans- og söngvamynd sem er undir áhrifum frá hinum vinsælu myndum High School Musical. Með hlutverk aðalpersónunnar, Michaels Cabley, fer Júlí Heiðar Halldórsson en myndin var tekin upp á ensku með erlenda dreifingu í huga.

„Við eigum eftir að fara yfir tökurnar en það sem ég hef séð finnst mér vera alveg fínt. Þetta er nokkurn veginn það sem við vorum að leita að,“ segir Steinar, sem er á listnámsbraut í Borgarholtsskóla ásamt Júlí og aðstoðarkonu sinni, Elínu Magneu Magnadóttur.

„Næstu þrjár vikur fara í klippingu og hljóðsetningu og þá er myndin tilbúin. Það er merkilegt hvað það tekur langan tíma að gera átta mínútur,“ bætir hann við.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá semur Örlygur Smári, sem tók upp Allt fyrir ástina með Páli Óskari, tónlistina í myndinni og Haffi Haff sér um förðun.

„Ætli hann hafi ekki bjargað förðunardeildinni,“ segir Steinar um Haffa. „Hann var alveg yndislegur.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.