Lífið

Myrtur vegna líftryggingar

jimi hendrix Rótari gítarsnillingsins segir að hann hafi verið myrtur.
jimi hendrix Rótari gítarsnillingsins segir að hann hafi verið myrtur.

Gítarsnillingurinn Jimi Hendrix var myrtur af umboðsmanni sínum.

Þessu heldur James „Tappy“ Wright, fyrrverandi rótari Hendrix, fram í nýrri bók.

Að sögn Wrights játaði umboðsmaðurinn, Michael Jeffrey, þetta fyrir honum árið 1971, ári eftir að Hendrix fannst látinn í hótelherbergi í London. Jeffrey lét Hendrix taka inn allt of mikið af svefnpillum í von um að græða á líftryggingu hans. Óttaðist hann að Hendrix ætlaði að fá sér nýjan umboðsmann og taldi því að hann væri honum meira virði undir grænni torfu.

Talið er að Jeffrey hafi átt rétt á tveimur milljónum dollara að núvirði, eða hátt í 250 milljónir króna, við lát Hendrix.

„Þú hlýtur að skilja það? Ég varð að gera þetta,“ mun Jeffrey hafa sagt við Wright. „Við fórum í herbergið hans, náðum í handfylli af pillum og neyddum þær í hann. Síðan helltum við í hann nokkrum flöskum af rauðvíni.“

Hendrix fannst látinn í Samarkand-hótelinu 18. september 1970 og var úrskurðað að hann hefði kafnað í eigin ælu. Umboðsmaðurinn Jeffrey lést í flugslysi árið 1973.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.