Innlent

Margrét vill halda áfram á Litla-Hrauni

Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni og fyrrum þingmaður.
Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni og fyrrum þingmaður.

Margrét Frímannsdóttir hyggst sækja um starf forstöðumanns Fangelsisins á Litla-Hrauni, en staðan er auglýst laus til umsóknar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Dómsmálaráðherra mun skipa í starfið frá 1. febrúar næstkomandi til fimm ára.

Margrét var sett tímabundið í starfið í febrúar í fyrra, þegar forstöðumaðurinn fór í leyfi, og lætur afar vel af því. „Þetta er eitthvað mest gefandi starf sem ég hef sinnt um ævina og þingmennskan þar með talin," segir Margrét og hlær. Margrét býst við því að margir hæfir einstaklingar muni sækja um embættið. „Ég vona bara að ég muni þá standa jafnfætis þeim hæfustu," segir Margrét.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×