Eignir Landsbanka rýrna um helming 20. desember 2008 08:00 Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar, Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Skilanefndin telur að eignir gamla bankans nemi um 1.000 milljörðum króna og að Íslendingar greiði 150 milljarða króna fyrir Icesave. Það gerir um hálfa milljón króna á hvern Íslending. Fréttablaðið/Pjetur „Við áætlum að eignir gamla Landsbankans séu um 1.000 milljarða króna virði, en það er alls ekki endanlegt mat,“ segir Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar bankans. Þá er gert ráð fyrir að þær verði seldar eftir þrjú til fimm ár. „Ef við værum að selja þær núna þá fengjum við miklu minna fyrir þetta,“ segir Lárus. Skömmu fyrir bankahrunið, í lok september, námu eignir Landsbankans um 4.500 milljörðum króna. Þær voru að næstum tveimur þriðju fólgnar í lánum til viðskiptavina, að miklu leyti með veði í eignum og fyrirtækjum. Samkvæmt bráðabirgðastofnefnahagsreikningi NBI, Nýja Landsbankans, eru eignir hans 1.300 milljarða króna virði. Samanlagt eru eignir gamla og nýja bankans um 2.300 milljarðar. Eignirnar frá því fyrir hrun virðast því hafa rýrnað um næstum helming. Lárus segir rýrnun eigna ekki koma á óvart. „Þetta eru hreinar hamfarir á fjármálamörkuðunum. Fyrirtækin sem hafa fengið lánað standa líka misjafnlega.“ Skuldir NBI nema um 1.100 milljörðum. Óvíst er um heildarskuldir fyrir hrun en um mitt árið námu þær hátt í 4.000 milljörðum. Innlán, hér og erlendis, voru stór hluti þess. Lárus segir að rætt sé við kröfuhafa um að fá hlut í NBI og þeir taki vel í það. „Það versta sem þeir gætu hugsað sér er að eignirnar yrðu metnar núna og gert upp við þá með skuldabréfi. Þá ættu þeir enga möguleika á virðishækkun sem gæti komið til seinna, verði nýju bankarnir arðvænlegir.“ Lárus telur enn fremur að Íslendingar beri hluta Icesave-reikninganna, enda þótt eignir dugi langt. Um 1.300 milljarðar voru á þessum reikningum. Ætlað er að íslenski innstæðutryggingasjóðurinn greiði um 650 milljarða en fái um 500 til baka af eignum bankans. Bretar og Hollendingar greiði annað eins og eignir komi á móti. 300 milljörðunum sem eftir eru verði skipt milli aðila. „Gatið sem stendur eftir, þegar búið er að láta eignirnar upp í, er því um 150 milljarðar,“ segir Lárus. Fleiri eiga kröfur á gamla bankann en innstæðueigendur. Ætla má að lítið eða ekkert fáist í kröfur upp á um 2.000 milljarða króna, eftir því sem næst verður komist.- ikh Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
„Við áætlum að eignir gamla Landsbankans séu um 1.000 milljarða króna virði, en það er alls ekki endanlegt mat,“ segir Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar bankans. Þá er gert ráð fyrir að þær verði seldar eftir þrjú til fimm ár. „Ef við værum að selja þær núna þá fengjum við miklu minna fyrir þetta,“ segir Lárus. Skömmu fyrir bankahrunið, í lok september, námu eignir Landsbankans um 4.500 milljörðum króna. Þær voru að næstum tveimur þriðju fólgnar í lánum til viðskiptavina, að miklu leyti með veði í eignum og fyrirtækjum. Samkvæmt bráðabirgðastofnefnahagsreikningi NBI, Nýja Landsbankans, eru eignir hans 1.300 milljarða króna virði. Samanlagt eru eignir gamla og nýja bankans um 2.300 milljarðar. Eignirnar frá því fyrir hrun virðast því hafa rýrnað um næstum helming. Lárus segir rýrnun eigna ekki koma á óvart. „Þetta eru hreinar hamfarir á fjármálamörkuðunum. Fyrirtækin sem hafa fengið lánað standa líka misjafnlega.“ Skuldir NBI nema um 1.100 milljörðum. Óvíst er um heildarskuldir fyrir hrun en um mitt árið námu þær hátt í 4.000 milljörðum. Innlán, hér og erlendis, voru stór hluti þess. Lárus segir að rætt sé við kröfuhafa um að fá hlut í NBI og þeir taki vel í það. „Það versta sem þeir gætu hugsað sér er að eignirnar yrðu metnar núna og gert upp við þá með skuldabréfi. Þá ættu þeir enga möguleika á virðishækkun sem gæti komið til seinna, verði nýju bankarnir arðvænlegir.“ Lárus telur enn fremur að Íslendingar beri hluta Icesave-reikninganna, enda þótt eignir dugi langt. Um 1.300 milljarðar voru á þessum reikningum. Ætlað er að íslenski innstæðutryggingasjóðurinn greiði um 650 milljarða en fái um 500 til baka af eignum bankans. Bretar og Hollendingar greiði annað eins og eignir komi á móti. 300 milljörðunum sem eftir eru verði skipt milli aðila. „Gatið sem stendur eftir, þegar búið er að láta eignirnar upp í, er því um 150 milljarðar,“ segir Lárus. Fleiri eiga kröfur á gamla bankann en innstæðueigendur. Ætla má að lítið eða ekkert fáist í kröfur upp á um 2.000 milljarða króna, eftir því sem næst verður komist.- ikh
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira