Erlent

Abstrakt-verk hests slá í gegn

Cholla málar á striga sem stillt er upp á trönur í girðingu hans. Hann unir sér vel við sköpunina.
Cholla málar á striga sem stillt er upp á trönur í girðingu hans. Hann unir sér vel við sköpunina. MYND/Fréttablaðið / ap
Til stendur að setja upp sýningu á abstrakt-málverkum í Feneyjum á næstunni. Málverkin eru eftir Cholla, hest frá Nevada í Bandaríkjunum. Þau hafa selst á hundruð þúsunda króna.

Cholla hóf ferilinn fyrir fjórum árum þegar eigandi hans var að mála girðingu. „Hann virtist mjög áhugasamur um það sem ég var að gera. Maðurinn stakk upp á því að ég léti hann hafa pensil,“ segir Renee Chambers. Síðan hefur Cholla ekki hætt að mála.

Talsmaður Guidecca-listasafnsins í Feneyjum segist fyrst hafa séð málverk eftir Cholla í vor, og hafi þá alls ekki áttað sig á að það væri eftir hest. - sh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×