Innlent

Heppinn Lottóspilari vann 33 milljónir kr,

Heppinn Lottóspilari vann 33 milljónir króna í gærkvöldi þegar dregið í laugardagslottóinu. Hann reyndist vera sá eini sem hafði allar fimm tölurnar réttar.

Vinningsmiðinn var keyptur í Lottó sjálfsala í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá. Vinningsfjárhæðin var nákvæmlega 33 milljónir 126 þúsund og 120 krónur.

Einn var með bónusvinningin og fékk hann 515 þúsund krónur í sinn hlut. Sá miði var keyptur í Skeljungi á Akranesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×