Innlent

„Sumir bankanna munu standa af sér storminn“

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson

Björgvin G. Sigurðsson tók til máls á Alþingi fyrir stundu og ræddi um frumvarpið sem forstætisráðherra mælti fyrir nokkrum mínútum áður. Þar sagði Björgvin m.a að hann væri sannfærður um að þeim heimildum sem lagðar eru til í frumvarpinu muni ekki þurfa að beita í ölllum tilfellum og sagðist hafa trú á því að sumir bankanna myndu rífa sig í gegnum storminn. Hann sagði að nú horfðum við á fordæmislausar efnahagslegar hamfarir sem riðu yfir heimsbyggðina, og felldi banka tugum saman um allan heim.

Björgvin sagði mikilvægt að Fjármálaeftirlitið fengi þessar heimildir til þess að vernda sparifjáreigendru og fólkið í landinu. Hann lagði áherslu á orð forsætisráðherra um að innistæður í íslenskum bönkum á íslandi verði tryggðir. Allir sem hafi kennitölur og eiga innistæður, óháð aldri.

Björgvin sagði einnig að eitt það mikilvægasta í frumvarpinu sé sú heimild að íbúðalánasjóði sé heimilit að taka yfir íbúðarlán í þeim bönkum sem kunna að fara í gjaldþrot. Hann sagði einnig að þjónustumiðstöðvar yrðu settar upp þar sem fólk sem fer verst út úr þessu verði veitt áfallahjálp.

Hann sagði stöðuna vissulega vera áfall fyrir alla íslensku þjóðina en nú sú vinna sem sé framundan sá að lágmarka skaðann og tryggja að hagsmunir fólks verði verndaðir. Þau ráð sem verði beitt séu í þeim bandormi sem hæstvirtur forsætisráðherra mælti fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×