Innlent

Grunaður brennuvargur fluttur á sjúkrahús með reykeitrun

Frá Meðalfellsvatni.
Frá Meðalfellsvatni. MYND/Guðmundur Steinþórsson

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú bruna í sumarbústað í Þingvallasveit þar sem grunur er um að kveikt hafi verið í.

Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar voru karl og kona flutt á sjúkrahús í Reykjavík aðfaranótt sunnudags vegna gruns um að hafa hlotið reykeitrun eftir að eldur kom upp í sumarbústaðnum sem er í Miðfellslandi í Þingvallasveit. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang.

Grunur leikur á að karlmaðurinn hafi borið eld að húsinu sem kvenmaðurinn mun hafa haft aðgang að. Eftir að fólkið var útskrifað af sjúkrahúsi var það handtekið og yfirheyrt. Karlinn er jafnframt talinn hafa ráðist á konuna og veitt henni áverka. Fólkið verður yfirheyrt á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×