Innlent

Ráðist á ungan mann við skemmtistað á Selfossi

MYND/E.Ól

Ungur maður var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi aðfaranótt sunnudags eftir að ráðist var á hann við skemmtistaðinn Hvítahúsið í bænum.

Maðurinn var á gangi fyrir utan skemmtistaðinn þegar hann hann mætti tveimur mönnum. Þegar þeir mættust sló annar þeirra unga manninn á ennið með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð. Lögreglan á Selfossi rannsakar málið.

Þess má geta að lögreglan naut aðstoðar þriggja sérhæfðra fíkniefnalögreglumanna frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu við fíkniefnaeftirlit á skemmtun í Hvítahúsinu á laugardagskvöld. Einn var handtekinn með fíkniefni og var hann færður til yfirheyrslu í lögreglustöðinni á Selfossi þar sem hann viðurkenndi brot sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×