Lífið

Hollywood-leikarar hóta verkfalli

Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie eru á leið í verkfall.
Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie eru á leið í verkfall.

Félag leikara í Hollywood hefur hótað verkfalli frá og með næstu viku ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma. Í félaginu eru 120.000 meðlimir og hefur verkfallshótunin leitt til þess að framleiðsla við fjölda af kvikmyndum hefur verið stöðvuð.

Þetta þykir merki þess að framleiðendur séu vonlitlir um að samningar náist á næstunni. Í sumum tilvika er nú unnið allan sólarhinginn til að koma myndum á markað áður en verkfallið skellur á. Talið er að verkfallið, ef af verður, muni koma sér sérlega illa við framleiðendur sjónvarpsþátta og mynda en 100 daga verkfall handritahöfunda fyrr í ár olli milljarða króna tekjutapi hjá þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.