Erlent

Jarðskjálfti skekur Svíþjóð og Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Jarðskjálfti að styrkleika 4,7 á Richter skók suðurhluta Svíþjóðar og hluta Danmerkur klukkan 20 mínútur yfir sex í morgun að þarlendum tíma.

Íbúar Kaupmannahafnar vöknuðu margir hverjir við skjálftann sem stóð yfir í nokkrar sekúndur. Upptök jarðskjálftans eru talin hafa verið á Skáni í Svíþjóð. Þetta er stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Danmörku síðan árið 1985 en mun lengra er síðan Svíar hafa fundið annan eins kipp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×