Innlent

Beint úr yfirheyrslu í næsta innbrot

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að hafa meðal annars brotist inn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og stolið þaðan úlpu.

Þeir voru líka með stolna bakpoka og eitthvað þýfi í þeim. Þegar þeir voru fluttir á lögreglustöðina könnuðust menn þar strax við þá, því ekki voru nema tvær klukkustundir liðnar frá því að þeim hafði verið sleppt þaðan út eftir yfirheyrslur vegna annarra þjófnaðarmála. Þeir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag, þegar móðurinn verður runninn af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×