Lífið

Gullbrækur Kylie merkari en píramídarnir

Það voru ekki bara táningsstrákar um allan heim sem hrifust af agnarsmáum gullbrókum sem Kylie Minogue skartaði í myndbandi við lag sitt Spinning Around.

Í viðtali við Q magazine á dögunum lýsti rokkgoðsögnin Nick Cave yfir aðdáun sinni á nærfatnaðinum og innihaldi hans. Honum finnst viðeigandi að allt heila klabbið verði tilbeðið.

„Þær eru Mekka Ástralíu," sagði Cave í viðtalinu. „Heilar siðmenningar hafa verið stofnaðar til heiðurs minni hluta en þessara buxna. Pýramída til dæmis."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.