Lífið

Fyrsta lag af plötu Bang Gang í spilun

Þriðja breiðskífa Bang Gang kemur út þann 21. maí næstkomandi en 5 ár eru síðan að síðasta plata sveitarinnar Something Wrong kom út. Fyrsta lag af væntanlegri plötu Bang Gang fer í spilun á flestum útvarpsstöðvum landsins í dag og ber það nafnið I Know You Sleep. Brot af laginu er hægt að heyra á Myspace síðu hljómsveitarinnar.

Maðurinn á bak við Bang Gang er eins og allir ættu að vita Barði Jóhannsson.Þá hefur Bang Gang og franska Keren Ann, samstafskona Barða til nokkurra ára, verið valinn til að loka Listahátið Reykjavíkur 2008 ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Munu þau leika lög sem spanna feril þeirra beggja í útsetningum Þorvaldar Bjarna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.