Innlent

Borgarafundur í Háskólabíó annað kvöld

Bekkurinn var þétt setinn á síðasta fundi.
Bekkurinn var þétt setinn á síðasta fundi. MYND/EGILL

Aðstandandendur Borgarafundanna svokölluðu skora á forystumenn verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða, Viðskiptaráðherra og Félagsmálaráðherra til að mæta og svara spurningum milliliðalaust. Auk þess er skorað á alla ráðherra og þingmenn að mæta og hluta á sitt fólk.

Þetta kemur fram í tilkynningu en næsti fundur verður haldinn í Háskólabíó á mánudagskvöldið klukkan 20:00.

„Hinum almenna borgara mun nú gefast tækifæri að spyrja viðkomandi forustusveit spjörunum úr.

Þá munu verkalýðshreyfingin, fulltrúar lífeyrissjóða auk ráðherra eiga kost á því að skýra fyrir okkur almennum borgurum hvernig þessi samtök munu mæta kreppunni með okkur.

Hvernig hefur varðveisla eigna okkar gengið fyrir sig hjá lífeyrissjóðunum, hver er niðurstaðan,hvað er tapið mikið ?

Mun verðtryggingin gera þá sem skulda eignalausa? -Landflótta?

Frummælendur:

Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri alþýðusambands Íslands

Vésteinn Gauti Hauksson, markaðsstjóri

Við fækkum frummælendum úr fjórum í þrjá vegna fjölda áskorana um að gefa áheyrendum í sal meiri tíma til spurninga.

þegar frummælendur hafa lokið máli sínu geta fundarmenn tjáð sig eða spurt gesti Borgarafundarins.

Fjölmennm á fundinn, spyrjum spurninga og fáum svör. Án þeirra getum við ekki myndað okkur skoðun né tekist á við vanda heimilanna. "






Fleiri fréttir

Sjá meira


×