Lífið

Mistök á forsíðu: Peði og Halaleikhóp ruglað saman

SB skrifar
Halaleikhópurinn. Sýndu Gaukshreiðrið í Þjóðleikhúsinu.
Halaleikhópurinn. Sýndu Gaukshreiðrið í Þjóðleikhúsinu.

Fall er faraheill.... aftur. Leikarar í Peðinu, áhugaleikfélagi Grand Rokk, ráku upp stór augu í morgun. Ljósmynd úr nýjustu sýningu þeirra, Skeifu Ingibjargar, prýddi forsíðu Morgunblaðsins. Undir myndinni stóð hins vegar: Halaleikhópurinn á Stóra sviðinu.

Grand Rokkarar voru því teknir í misgripum fyrir leikhóp fatlaðra og ófatlaðra.

"Tja, þetta er nú soldið hallærislegt, hljóta bara að vera mistök," segir Kormákur Bragason sem situr álútur í hægindastól málaður eins og trúður á myndinni. Skeifa Ingibjargar verður frumsýnd á laugardaginn og er hápunkturinn á menningarhátíð Grand Rokk. Gaukshreiðrið í uppsetningu Halaleikhópsins var hins vegar sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi í gær.

"Þetta var virkilega gaman, fengum alveg frábærar viðtökur, allir í skýjunum," segir Guðjón Sigvaldason leikstjóri. Sýningin var í senn frumsýning og lokasýning. Endapunkturinn á löngu ferli en fyrsta skiptið á stóru sviði.

Spurður út í myndabrenglið á forsíðu Morgunblaðsins segir Guðjón þetta bara skondið. "Markmið Halaleikhópsins er að iðka leiklist fyrir alla. Ég held meira að segja að einn leikari í Peðinu sé líka í Halaleikhópnum. Svona er þetta bara. Mistökin gerast."

Í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins, sem var jafnframt fyrsta blað undir ritstjórn Ólafs Stephensen, var plastsvani með kríu á hausnum ruglað saman við álft. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.