Erlent

Búa sig undir aukin óróa í Grikklandi

Hundruðir mótmælenda grýttu óeirðalögreglu með steinum og flöskum fyrir utan gríska þingið í dag. Þetta er fjórði dagur mótmæla sem hófust þegar lögregla skaut fimmtán ára dreng til bana, að því er virðist fyrir litlar sakir.

Drengurinn, sem hét Alexandros Grigoropoulos, verður jarðsettur í dag í úthverfi Aþenu.

Lögreglan í Aþenu, Þessalóníku og víðar býr sig undir átök í dag í tengslum við útför drengsins.

Aðaltorgið í Aþenu var undirlagt af skrílslátum í gær og kveiktu óeirðarseggirnir meðal annars í stóru jólatré sem þar var. Þá var kveikt í fjölda bíla og mátti lögregla sín lítils þrátt fyrir táragas og kylfur, sem óspart var beitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×