Sport

Kirkland og Alexander sigruðu í Reykjavíkurmaraþoninu

Kirkland og Sörstad takast hér í hendur eftir hlaupið.
Kirkland og Sörstad takast hér í hendur eftir hlaupið. MYND/Glitnir

Bretarnir David Kirkland og Rozalyn Alexander komu fyrst í mark í maraþonhluta Reykjavíkurmaraþonsins nú fyrir skömmu. Stefán Viðar Sigtryggsson varð í sjöunda sæti í karlaflokki og Björg Árnadóttir varð fjórða í kvennaflokki.

Kirkland kom fyrstur í mark í karlaflokki eftir æsispennandi keppni við Norðmanninn Gjermund Sörstad sem kom sex sekúndum á eftir Kirkland í mark. Stefán Viðar var rétt tæpum fimmtán mínútum á eftir Kirkland.

Alexander hafði mikla yfirburði í kvennaflokki og kom rúmum sextán mínútum á undan Kathleen Wagner í mark. Björg var síðan fjórum mínútum á eftir Wagner.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×