Lífið

Guetta vill ferska ávexti og vatn

David Guetta er á listanum yfir 10 bestu plötusnúða í heiminum.
David Guetta er á listanum yfir 10 bestu plötusnúða í heiminum.

"Plötusnúðurinn David Guetta gerir miklar kröfur um að allt sé 100%," segir Ásgeir Kolbeins sem stendur fyrir stórtónleikum Gus Gus og David Guetta í Laugardalshöllinni í kvöld.

„Hann gerir miklar kröfur um hljóðkerfið, ljós og allt svoleiðis en hann er sjálfur mjög hógvær. Hann bað um sódavatn, venjulegt vatn, kók og ferska ávexti. Hann hljómar eins og niður á jörðinni gaur og mjög stabíll. Umboðsmaðurinn hans kemur með honum, konan hans komst ekki með."

Ásgeir Kolbeins hefur í nógu að snúast fyrir stórtónleikana í kvöld.

„Guetta er franskur en Frakkar eru mjög framarlega í danstónlist. Franska sendiráðið á Íslandi hafði samband og vildi fá að hitta hann, vonandi verður af því. Hann ætlar að stoppa stutt og fer á morgun. Við ætlum með hann í Bláa lónið eftir að hann lendir í dag."

Hvernig gengur annars undirbúningurinn?

„Það gengur bara rosalega vel. Rosalega mikill andi fyrir þessu. Allir virðast ætla að fara í kvöld. Gus Gus er með nýtt program og svo koma BB&BLAKE einnig fram."

„Það er hinsvegar engin röðun á dagskránni og þess vegna ráðlegg ég fólki að mæta ekki seinna en hálftíu í kvöld en húsið opnar klukkan átta. Tónleikarnir verða svo langt fram eftir nóttu," segir Ásgeir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.