Lífið

Eiginkonan yfirgefur David kynlífsfíkil

David Duchowny og Téa Leoni.
David Duchowny og Téa Leoni.

Leikarinn David Duchovny, 48 ára, sem farið hefur meðal annars með hlutverk alríkismannsins Fox Mulder í X-Files þáttaröðunum er skilinn við leikkonuna Téa Leoni.

Vegna barnanna ákváðu þau að bíða með að segja opinberlega frá skilnaðinum þar til David væri kominn yfir klámfíknina sem stjórnaði lífi hans en þau hafa verið aðskilin í nokkra mánuði.

David Duchovny og Gillian Anderson við frumsýningu X-Files myndarinnar í London í sumar. MYND/AFP

David lauk kynlífsmeðferðinni í síðustu viku og undirbýr sig fyrir að leika í nýrri kvikmynd, The Joneses, þar sem hann fer með aðahlutverkið ásamt leikkonunni Demi Moore.

Téa og David giftust árið 1997 og eiga saman tvö börn. Dótturina Madelaine West, 9 ára og soninn Kyd, 6 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.