Innlent

Þjónusta Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna efld

Ákveðið hefur verið að efla þjónustu Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna í samræmi við tilmæli félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur og samkomulags félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Íbúðalánasjóðs og Reykjavíkurborgar.

Er það gert vegna núverandi ástands í efnahagslífi. Fram kemur í tilkynningu félagsmálaráðuneytisins að fjármagn hafi verið tryggt til þess. Ráðgjafarstofan á að aðstoða þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum og er verið að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu hennar. „Starfsmönnum verður fjölgað af þessu tilefni og opnunartími lengdur. Samstarf verður eflt við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um þjónustu. Í framhaldinu er verið að kanna frekari leiðir til að efla og styrkja þjónustuna almennt og á vettvangi sveitarfélaga við þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×