Innlent

Fáfnismenn formlega teknir inn í Hells Angels fjölskylduna

Jón Trausti Lúthersson.
Jón Trausti Lúthersson.

Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur fengið nafnbótina „áhangendur" (hangaround club) hjá alþjóðlegu mótorhjólasamtökunum Hells Angels. Á heimasíðu samtakanna, hells-angels.com, er klúbbnum óskað til hamingju með áfangann.

Jón Trausti Lúthersson, einn liðsmanna Fáfnis, staðfesti við Vísi að þetta hefði átt sér stað. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hafi segir Jón Trausti: „Þetta er fyrsta skref af þremur. Við erum komnir inn í fjölskylduna."

Það er flókið og langt ferli fyrir mótorhjólaklúbb að verða fullgild deild í Hells Angels. Eftir ítarlega úttekt á klúbbnum og meðlimum hans eru þeir útnefndir áhangendur (hangaround). Næsta skref í ferlinu er að fá nafnbótina „tilvonandi" (prospect) og að síðustu verða menn fullgildir meðlimir í Hells Angels. Þegar að því kemur munu Fáfnismenn leggja niður Fáfnis nafnið og væntanlega taka upp Hells Angels Iceland. Nú eru tveir klúbbar í þeirri stöðu að vera áhangendur, Fáfnir á Íslandi og klúbbur í Póllandi.

Hells Angels meðlimir.MYND/AFP

Hells Angels samtökin voru stofnuð árið 1948 í San Bernardino í Bandaríkjunum. Í dag eru samtökin með meðlimi í öllum heimsálfum en Hells Angels klúbba má finna í efirfarandi löndum:

Bandaríkin, Kanada, Brasilía,Argentína, Ástralía, Suður-Afríka, Nýja-Sjáland, Spánn, Frakkland, Belgía, Holland, Þýskaland, Ítalía, Sviss, Liechtenstein, Austurríki, England/Wales, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Grikkland, Rússland, Tékkland, Portúgal, Chile, Króatía, Lúxembourg, Norður - Írland.

Heimasíða Hells Angels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×