Lífið

Stjörnublaðamaður til liðs við Morgunblaðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kolbrún Bergþórsdóttir hyggst færa sig yfir á Morgunblaðið.
Kolbrún Bergþórsdóttir hyggst færa sig yfir á Morgunblaðið.

Kolbrún Bergþórsdóttir stjörnublaðamaður ætlar að söðla um og fylgja Ólafi Stephensen ritstjóra 24 stunda yfir á Morgunblaðið. Kolbrún segir ekki ljóst hvaða þáttum blaðsins hún muni sinna. Það eigi alveg eftir að ræða það. „Ég hef bara unnið með Ólafi Stephensen og myndi treysta mér til að vinna með honum á hvaða blaði sem er," segir Kolbrún.

„Ég hef sannarlega ekki verið hrifin af Morgunblaðinu, enda er ég ekki að fara þangað inn til þess að vinna á óbreyttu blaði," segir Kolbrún. Hún segist búast við miklum og góðum breytingum á blaðinu næstu misserin. „Morgunblaðið er eina blaðið sem ég hef ekki unnið á og ætlaði mér aldrei að vinna á," segir Kolbrún. Hún segist hafa verið minnt á það að maður eigi aldrei að segja aldrei.

Kolbrún er ein af reyndustu starfandi blaðamönnum á Íslandi í dag og aðspurð segist hún hafa unnið á öllum blöðum á markaðnum nema Morgunblaðinu. „Þau blöð sem ég hef unnið á hafa annaðhvort orðið gjaldþrota eða verið lögð niður þannig að ég er að vona að þetta boði ekki gjaldþrot Morgunblaðsins," segir hún og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.