Lífið

Nýta ætti hestinn betur með hækkandi bensínverði

Einar Bollason hjá Íshestum
Einar Bollason hjá Íshestum

„Þetta er auðvitað eina vitið," sagði Einar Bollason hjá Íshestum í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður hvort ekki ætti að nýta hestinn betur með hækkandi bensínverði.

Dyggur hlustandi þáttarins benti þáttastjórnendum á hvort ekki mætti nýta þarfasta þjón mannsins á síðustu öld betur nú þegar bensínverð er farið upp úr öllu valdi. Því var leitað til Einars sem sagði hugmyndina ekki svo galna.

„Það er nú verið að skipuleggja hjólreiðarstíga út um alla borg og gönguleiðir. Afhverju ekki að hafa reiðstíga og breyta einhverjum af þessum bílastæðahúsum í góð hesthús," sagði Einar og áréttaði að einnig þyrfti að kenna bílastæðavörðunum undirstöðuatriðin í umhirðu hrossa.

„Síðan nota menn bara svona hjólaklemmur á fínu buxurnar sínar og stíga síðan af baki flottir menn og rölta svo í sinn banka eða sína skrifstofu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.