Innlent

Alþjóðlegir stöðumælaþjófar í miðborginni

Rannsóknarlögreglumenn handtóku tvo erlenda menn á tvítugsaldri aðfaranótt fimmtudags. Lögreglan hafði fylgst með mönnunum um nokkurt skeið eftir að hafa fengið upplýsingar um veru þeirra á landinu frá lögreglu- og tollayfirvöldum.

Grunur lék á að mennirnir væru á landinu gagngert til þess að stela úr stöðu- og miðamælum í höfuðborginni, en þeir voru grunaðir um að hafa framið slík þjófnaðarbrot erlendis.

Lögreglan fylgdist með mönnunum þar sem þeir gengu á milli verslana í miðborginni og skiptu mynt í seðla. Upphæðin nam tugum þúsunda. Seinna um kvöldið létu mennirnir til skarar skríða og stálu peningum úr miðamælum í vesturborginni.

Er lögreglan brást við tók annar mannanna til fótanna en var hlaupinn uppi og handtekinn, líkt og félagi hans.

Í vistarverum þeirra fannst einnig mynt. Lögreglan hefur haldlagt á annað hundrað þúsunda króna vegna málsins. Mennirnir hafa nú verið dæmdir í vikulangt gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins heldur áfram.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.