Erlent

Norður-Kórea herðir refsingar fyrir flóttatilraunir

Norður-Kórea hefur herft mjög refsingar þeirra sem reyna að flýja land vegna hungursneyðar og pólitískra ofsókna.

Íbúar Norður-Kóreu búa við hungusneyð og kúgun sem er nánast einstök í dag þótt ýmis ríki hafi á sér svartan blett. Milljónir þeirra hafa reynt að flýja land á undanförnum árum og flóttamönnum fer síst fækkandi.

Þeir hafa hinsvegar ekki í mörg hús að venda. Landamæranna að Suður-Kóreu er gætt svo vel að þar er nánast vonlaust að komast yfir.

Því grípa flestir til þess ráðs að reyna að komast yfir Gula fljót til Kína og þaðan áfram til þriðja lands.

En kínverjar gæta einnig sinna landamæra. Þeir líta á Kóreufólkið sem efnahagslega flóttamenn sem eigi engan rétt á landvist. Öllum flóttamönnum sem nást er því skilað aftur yfir landamærin.

Harðar refsingar hafa gilt við því að reyna að flýja land og þær eru sagðar vera enn að þyngjast. Langir fangelsisdómar, pyntingar og endurhæfingabúðir er hlutskipti þeirra sem nást.

Neyðin er hinsvegar slík í Norður-Kóreu að fólk tekur samt áhættuna á því að reyna flótta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×