Innlent

Ríkið kaupir hugsanlega fasteign RÚV

Hugmyndir eru uppi um að ríkissjóður kaupi fasteign Ríkisútvarpsins við Efstaleiti og að söluandvirðinu verði ráðstafað til þess að létta á lífeyrisskuldbindingum fyrirtækisins. Þetta er fullyrt á fréttavefnum AMX.

Þar segir jafnframt að verulegar takmarkanir verði settar á möguleika Ríkisútvarpsins til að afla auglýsingatekna í nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Svokallaður nefskattur, sem mun koma í stað afnotagjalda, renni beint í ríkissjóð og tekjur RÚV tryggðar með þjónustusamningi. Nefskatturinn verði 17.900 krónur og þeir einstaklingar sem nú greiði í framkvæmdasjóð aldraðra þurfi að greiða nefskattinn sem og þeir lögaðilar sem eru skattskyldir og bera sjálfstæða skattaðild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×