Erlent

Jarðskjálfti reið yfir N-Ítalíu

Snarpur jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Ítalíu í dag í grennd við borgina Parma. Skjálftinn mældist 5,2 á Richter. Enn sem komið er hafa engar fréttir borist af slysum á fólki eða tjóni. Jarðskjálftans var meðal annars vart í borgunum Mílan, Flórens og Trieste.

,,Ekki er um meiriháttar jarðskjálfta að ræða en það má búast við fleiri minni skjálfta á næstu klukkustundum," hefur AP-fréttastofan eftir Enzo Boschi forstöðumanni jarðfræðistofnunar Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×