Innlent

Guðjón Sigurðsson hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ

Guðjón Sigurðsson formaður MND-félagsins.
Guðjón Sigurðsson formaður MND-félagsins.

Guðjón Sigurðsson formaður MND-félagsins fékk í kvöld hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands sem veitt voru á alþjóðadegi fatlaðra í salnum í Kópavogi.

Alþjóðadagur fatlaðra var haldinn í dag undir kjörorðinu, Virðing og réttlæti fyrir alla.

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru veitt öðru sinni til þeirra sem með jákvæðum hætti hafa stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.

Auk Guðjons var Adolf Ingi Erlingsson tilnefndur fyrir ötult starf í að auka umfjöllun um íþróttir fatlaðra. Auk þess sem Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir fengu tilnefningu fyrir frumkvöðlastarf þeirra við uppbyggingu sjálfshjálpar geðfatlaðra.

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari Hvatningarverðlauna ÖBÍ og veitti verðlaunin í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×