Fótbolti

Wilhelmsson úr leik á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Wilhelmsson, leikmaður sænska landsliðsins.
Christian Wilhelmsson, leikmaður sænska landsliðsins. Nordic Photos / AFP

Christian Wilhelmsson mun ekki spila meira með sænska landsliðinu á EM í Austurríki og Sviss eftir að hann meiddist í leik Svía og Grikkja í gær.

Hann meiddist á lærvöðva og telur sjálfur að hann verði frá í 5-6 vikur. Læknar liðsins eru líka mjög svartsýnir að hann geti spilað með liðinu aftur, þó svo að Svíar kæmust í fjórðungsúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×