Svipmyndir dagsins - annar keppnisdagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2008 17:40 Nordic Photos / AFP Annar dagur Ólympíuleikanna í Peking er nú á enda kominn en um gríðarlega viðburðaríkan dag var að ræða. Hann byrjaði á afar góðum nótum fyrir íslenska hópinn er handboltalandsliðið vann góðan tveggja marka sigur á Rússum, 33-31. Þrír íslenskir sundkappar kepptu svo í undanrásunum í morgun en enginn þeirra náði sér á strik - því miður. Michael Phelps gaf hins vegar tóninn fyrir leikana er hann vann sín fyrstu gullverðlaun er hann mölbraut eigið heimsmet í 400 metra fjórsundi. Hann stefnir að því að vinna átta gullverðlaun á leikunum. En nú seinni partinn mætti bandaríska körfuboltaliðið til leiks og mætti heimamönnum í Kína. Augu kínversku þjóðarinnar hvíldu á leikmönnum liðsins en þeir áttu einfaldlega ekki séns í gríðarlega sterkt bandarískt lið sem var svo sannarlega stjörnum prýtt. Á morgun verður aftur keppt til fjögurra gullverðlauna í sundi. Það verður gert í nótt en skömmu fyrir hádegi á morgun verða þær Sigrún Brá Sverrisdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir í eldlínunni í lauginni. Vísir mun að sjálfsögðu flytja allar helstu fréttir af leikunum um leið og þær gerast.Starfsmaður á Ólympíuleikunum gengur hér framhjá merki Ólympíuhringjanna en eins og sjá má rigndi mikið í Peking í dag.Nordic Photos / AFPMatteo Tagliariol fagnar hér sigri á Fabrice Jeannet frá Frakklandi í viðureign sem tryggði honum gullverðlaun í skylmingum.Nordic Photos / AFPFyrr í dag tapaði Suður-Kóreumaðurinn Jinsun Jung fyrir Jeannet og var skiljanlega ósáttur við það.Nordic Photos / AFPLionel Messi liggur hér á vellinum er Argentína vann 1-0 sigur á Ástralíu.Nordic Photos / AFPMichael Phelps stingur sér hér til sunds í 400 metra fjórsundi þar sem hann stórbætti eigið heimsmet og vann sín fyrstu gullverðlaun.Nordic Photos / AFPJunichi Myashita frá Japan keppti í 100 metra baksundi.Nordic Photos / AFPAlicia Scramone frá Bandaríkjunum virðist smella léttum kossi á jafnvægisslána.Nordic Photos / AFPAugum flestra Kínverja beindust að viðureign sinna manna gegn Bandaríkjunum í körfubolta karla. Bandaríkjamenn sigruðu örugglega en hér sækir LeBron James að körfunni. Yao Ming er honum til varnar en þeir þekkjast vel úr NBA-deildinni.Nordic Photos / AFP Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Annar dagur Ólympíuleikanna í Peking er nú á enda kominn en um gríðarlega viðburðaríkan dag var að ræða. Hann byrjaði á afar góðum nótum fyrir íslenska hópinn er handboltalandsliðið vann góðan tveggja marka sigur á Rússum, 33-31. Þrír íslenskir sundkappar kepptu svo í undanrásunum í morgun en enginn þeirra náði sér á strik - því miður. Michael Phelps gaf hins vegar tóninn fyrir leikana er hann vann sín fyrstu gullverðlaun er hann mölbraut eigið heimsmet í 400 metra fjórsundi. Hann stefnir að því að vinna átta gullverðlaun á leikunum. En nú seinni partinn mætti bandaríska körfuboltaliðið til leiks og mætti heimamönnum í Kína. Augu kínversku þjóðarinnar hvíldu á leikmönnum liðsins en þeir áttu einfaldlega ekki séns í gríðarlega sterkt bandarískt lið sem var svo sannarlega stjörnum prýtt. Á morgun verður aftur keppt til fjögurra gullverðlauna í sundi. Það verður gert í nótt en skömmu fyrir hádegi á morgun verða þær Sigrún Brá Sverrisdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir í eldlínunni í lauginni. Vísir mun að sjálfsögðu flytja allar helstu fréttir af leikunum um leið og þær gerast.Starfsmaður á Ólympíuleikunum gengur hér framhjá merki Ólympíuhringjanna en eins og sjá má rigndi mikið í Peking í dag.Nordic Photos / AFPMatteo Tagliariol fagnar hér sigri á Fabrice Jeannet frá Frakklandi í viðureign sem tryggði honum gullverðlaun í skylmingum.Nordic Photos / AFPFyrr í dag tapaði Suður-Kóreumaðurinn Jinsun Jung fyrir Jeannet og var skiljanlega ósáttur við það.Nordic Photos / AFPLionel Messi liggur hér á vellinum er Argentína vann 1-0 sigur á Ástralíu.Nordic Photos / AFPMichael Phelps stingur sér hér til sunds í 400 metra fjórsundi þar sem hann stórbætti eigið heimsmet og vann sín fyrstu gullverðlaun.Nordic Photos / AFPJunichi Myashita frá Japan keppti í 100 metra baksundi.Nordic Photos / AFPAlicia Scramone frá Bandaríkjunum virðist smella léttum kossi á jafnvægisslána.Nordic Photos / AFPAugum flestra Kínverja beindust að viðureign sinna manna gegn Bandaríkjunum í körfubolta karla. Bandaríkjamenn sigruðu örugglega en hér sækir LeBron James að körfunni. Yao Ming er honum til varnar en þeir þekkjast vel úr NBA-deildinni.Nordic Photos / AFP
Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum