Svipmyndir dagsins - annar keppnisdagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2008 17:40 Nordic Photos / AFP Annar dagur Ólympíuleikanna í Peking er nú á enda kominn en um gríðarlega viðburðaríkan dag var að ræða. Hann byrjaði á afar góðum nótum fyrir íslenska hópinn er handboltalandsliðið vann góðan tveggja marka sigur á Rússum, 33-31. Þrír íslenskir sundkappar kepptu svo í undanrásunum í morgun en enginn þeirra náði sér á strik - því miður. Michael Phelps gaf hins vegar tóninn fyrir leikana er hann vann sín fyrstu gullverðlaun er hann mölbraut eigið heimsmet í 400 metra fjórsundi. Hann stefnir að því að vinna átta gullverðlaun á leikunum. En nú seinni partinn mætti bandaríska körfuboltaliðið til leiks og mætti heimamönnum í Kína. Augu kínversku þjóðarinnar hvíldu á leikmönnum liðsins en þeir áttu einfaldlega ekki séns í gríðarlega sterkt bandarískt lið sem var svo sannarlega stjörnum prýtt. Á morgun verður aftur keppt til fjögurra gullverðlauna í sundi. Það verður gert í nótt en skömmu fyrir hádegi á morgun verða þær Sigrún Brá Sverrisdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir í eldlínunni í lauginni. Vísir mun að sjálfsögðu flytja allar helstu fréttir af leikunum um leið og þær gerast.Starfsmaður á Ólympíuleikunum gengur hér framhjá merki Ólympíuhringjanna en eins og sjá má rigndi mikið í Peking í dag.Nordic Photos / AFPMatteo Tagliariol fagnar hér sigri á Fabrice Jeannet frá Frakklandi í viðureign sem tryggði honum gullverðlaun í skylmingum.Nordic Photos / AFPFyrr í dag tapaði Suður-Kóreumaðurinn Jinsun Jung fyrir Jeannet og var skiljanlega ósáttur við það.Nordic Photos / AFPLionel Messi liggur hér á vellinum er Argentína vann 1-0 sigur á Ástralíu.Nordic Photos / AFPMichael Phelps stingur sér hér til sunds í 400 metra fjórsundi þar sem hann stórbætti eigið heimsmet og vann sín fyrstu gullverðlaun.Nordic Photos / AFPJunichi Myashita frá Japan keppti í 100 metra baksundi.Nordic Photos / AFPAlicia Scramone frá Bandaríkjunum virðist smella léttum kossi á jafnvægisslána.Nordic Photos / AFPAugum flestra Kínverja beindust að viðureign sinna manna gegn Bandaríkjunum í körfubolta karla. Bandaríkjamenn sigruðu örugglega en hér sækir LeBron James að körfunni. Yao Ming er honum til varnar en þeir þekkjast vel úr NBA-deildinni.Nordic Photos / AFP Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Annar dagur Ólympíuleikanna í Peking er nú á enda kominn en um gríðarlega viðburðaríkan dag var að ræða. Hann byrjaði á afar góðum nótum fyrir íslenska hópinn er handboltalandsliðið vann góðan tveggja marka sigur á Rússum, 33-31. Þrír íslenskir sundkappar kepptu svo í undanrásunum í morgun en enginn þeirra náði sér á strik - því miður. Michael Phelps gaf hins vegar tóninn fyrir leikana er hann vann sín fyrstu gullverðlaun er hann mölbraut eigið heimsmet í 400 metra fjórsundi. Hann stefnir að því að vinna átta gullverðlaun á leikunum. En nú seinni partinn mætti bandaríska körfuboltaliðið til leiks og mætti heimamönnum í Kína. Augu kínversku þjóðarinnar hvíldu á leikmönnum liðsins en þeir áttu einfaldlega ekki séns í gríðarlega sterkt bandarískt lið sem var svo sannarlega stjörnum prýtt. Á morgun verður aftur keppt til fjögurra gullverðlauna í sundi. Það verður gert í nótt en skömmu fyrir hádegi á morgun verða þær Sigrún Brá Sverrisdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir í eldlínunni í lauginni. Vísir mun að sjálfsögðu flytja allar helstu fréttir af leikunum um leið og þær gerast.Starfsmaður á Ólympíuleikunum gengur hér framhjá merki Ólympíuhringjanna en eins og sjá má rigndi mikið í Peking í dag.Nordic Photos / AFPMatteo Tagliariol fagnar hér sigri á Fabrice Jeannet frá Frakklandi í viðureign sem tryggði honum gullverðlaun í skylmingum.Nordic Photos / AFPFyrr í dag tapaði Suður-Kóreumaðurinn Jinsun Jung fyrir Jeannet og var skiljanlega ósáttur við það.Nordic Photos / AFPLionel Messi liggur hér á vellinum er Argentína vann 1-0 sigur á Ástralíu.Nordic Photos / AFPMichael Phelps stingur sér hér til sunds í 400 metra fjórsundi þar sem hann stórbætti eigið heimsmet og vann sín fyrstu gullverðlaun.Nordic Photos / AFPJunichi Myashita frá Japan keppti í 100 metra baksundi.Nordic Photos / AFPAlicia Scramone frá Bandaríkjunum virðist smella léttum kossi á jafnvægisslána.Nordic Photos / AFPAugum flestra Kínverja beindust að viðureign sinna manna gegn Bandaríkjunum í körfubolta karla. Bandaríkjamenn sigruðu örugglega en hér sækir LeBron James að körfunni. Yao Ming er honum til varnar en þeir þekkjast vel úr NBA-deildinni.Nordic Photos / AFP
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira