Svipmyndir dagsins - annar keppnisdagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2008 17:40 Nordic Photos / AFP Annar dagur Ólympíuleikanna í Peking er nú á enda kominn en um gríðarlega viðburðaríkan dag var að ræða. Hann byrjaði á afar góðum nótum fyrir íslenska hópinn er handboltalandsliðið vann góðan tveggja marka sigur á Rússum, 33-31. Þrír íslenskir sundkappar kepptu svo í undanrásunum í morgun en enginn þeirra náði sér á strik - því miður. Michael Phelps gaf hins vegar tóninn fyrir leikana er hann vann sín fyrstu gullverðlaun er hann mölbraut eigið heimsmet í 400 metra fjórsundi. Hann stefnir að því að vinna átta gullverðlaun á leikunum. En nú seinni partinn mætti bandaríska körfuboltaliðið til leiks og mætti heimamönnum í Kína. Augu kínversku þjóðarinnar hvíldu á leikmönnum liðsins en þeir áttu einfaldlega ekki séns í gríðarlega sterkt bandarískt lið sem var svo sannarlega stjörnum prýtt. Á morgun verður aftur keppt til fjögurra gullverðlauna í sundi. Það verður gert í nótt en skömmu fyrir hádegi á morgun verða þær Sigrún Brá Sverrisdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir í eldlínunni í lauginni. Vísir mun að sjálfsögðu flytja allar helstu fréttir af leikunum um leið og þær gerast.Starfsmaður á Ólympíuleikunum gengur hér framhjá merki Ólympíuhringjanna en eins og sjá má rigndi mikið í Peking í dag.Nordic Photos / AFPMatteo Tagliariol fagnar hér sigri á Fabrice Jeannet frá Frakklandi í viðureign sem tryggði honum gullverðlaun í skylmingum.Nordic Photos / AFPFyrr í dag tapaði Suður-Kóreumaðurinn Jinsun Jung fyrir Jeannet og var skiljanlega ósáttur við það.Nordic Photos / AFPLionel Messi liggur hér á vellinum er Argentína vann 1-0 sigur á Ástralíu.Nordic Photos / AFPMichael Phelps stingur sér hér til sunds í 400 metra fjórsundi þar sem hann stórbætti eigið heimsmet og vann sín fyrstu gullverðlaun.Nordic Photos / AFPJunichi Myashita frá Japan keppti í 100 metra baksundi.Nordic Photos / AFPAlicia Scramone frá Bandaríkjunum virðist smella léttum kossi á jafnvægisslána.Nordic Photos / AFPAugum flestra Kínverja beindust að viðureign sinna manna gegn Bandaríkjunum í körfubolta karla. Bandaríkjamenn sigruðu örugglega en hér sækir LeBron James að körfunni. Yao Ming er honum til varnar en þeir þekkjast vel úr NBA-deildinni.Nordic Photos / AFP Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sjá meira
Annar dagur Ólympíuleikanna í Peking er nú á enda kominn en um gríðarlega viðburðaríkan dag var að ræða. Hann byrjaði á afar góðum nótum fyrir íslenska hópinn er handboltalandsliðið vann góðan tveggja marka sigur á Rússum, 33-31. Þrír íslenskir sundkappar kepptu svo í undanrásunum í morgun en enginn þeirra náði sér á strik - því miður. Michael Phelps gaf hins vegar tóninn fyrir leikana er hann vann sín fyrstu gullverðlaun er hann mölbraut eigið heimsmet í 400 metra fjórsundi. Hann stefnir að því að vinna átta gullverðlaun á leikunum. En nú seinni partinn mætti bandaríska körfuboltaliðið til leiks og mætti heimamönnum í Kína. Augu kínversku þjóðarinnar hvíldu á leikmönnum liðsins en þeir áttu einfaldlega ekki séns í gríðarlega sterkt bandarískt lið sem var svo sannarlega stjörnum prýtt. Á morgun verður aftur keppt til fjögurra gullverðlauna í sundi. Það verður gert í nótt en skömmu fyrir hádegi á morgun verða þær Sigrún Brá Sverrisdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir í eldlínunni í lauginni. Vísir mun að sjálfsögðu flytja allar helstu fréttir af leikunum um leið og þær gerast.Starfsmaður á Ólympíuleikunum gengur hér framhjá merki Ólympíuhringjanna en eins og sjá má rigndi mikið í Peking í dag.Nordic Photos / AFPMatteo Tagliariol fagnar hér sigri á Fabrice Jeannet frá Frakklandi í viðureign sem tryggði honum gullverðlaun í skylmingum.Nordic Photos / AFPFyrr í dag tapaði Suður-Kóreumaðurinn Jinsun Jung fyrir Jeannet og var skiljanlega ósáttur við það.Nordic Photos / AFPLionel Messi liggur hér á vellinum er Argentína vann 1-0 sigur á Ástralíu.Nordic Photos / AFPMichael Phelps stingur sér hér til sunds í 400 metra fjórsundi þar sem hann stórbætti eigið heimsmet og vann sín fyrstu gullverðlaun.Nordic Photos / AFPJunichi Myashita frá Japan keppti í 100 metra baksundi.Nordic Photos / AFPAlicia Scramone frá Bandaríkjunum virðist smella léttum kossi á jafnvægisslána.Nordic Photos / AFPAugum flestra Kínverja beindust að viðureign sinna manna gegn Bandaríkjunum í körfubolta karla. Bandaríkjamenn sigruðu örugglega en hér sækir LeBron James að körfunni. Yao Ming er honum til varnar en þeir þekkjast vel úr NBA-deildinni.Nordic Photos / AFP
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sjá meira