Erlent

Skókastaranum fagnað sem þjóðhetju

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Forsætisráðherra Íraks reynir að grípa seinni skóinn.
Forsætisráðherra Íraks reynir að grípa seinni skóinn. MYND/AFP/Getty Images

Íraska blaðamanninum, sem grýtti skóm sínum að George Bush Bandaríkjaforseta í Baghdad í gær með ókvæðisorðum, er nú fagnað sem þjóðarhetju í Mið-Austurlöndum.

Þúsundir manna þyrptust saman á götum og torgum Baghdad, brenndu bandaríska fána og kröfðust þess að blaðamanninum, Muntadar al-Zeidi, yrði sleppt úr haldi án eftirmála en hann var fangelsaður eftir atburðinn. Bush sló á létta strengi eftir skókastið og sagði að það hefði verið hvorki meira né minna en skór númer 44 sem kastað var að honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×