Innlent

Jakob Frímann með tæpar 900 þúsund á mánuði

Jakob Frímann Magnússon
Jakob Frímann Magnússon

Jakob Frímann Magnússon fær rúmar 860.000 krónur á mánuði fyrir störf sín á vegum borgarinnar. Jakob er formaður hverfisráðs miðborgar og er nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps nú fyrir stundu.

Starf framkvæmdarstjóra miðborgar var ekki auglýst þar sem um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs.

Sem varaformaður menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar fær Jakob 86.700 krónur á mánuði. Sem formaður hverfisráðs miðborgar fær hann 65.000 krónur og fyrir starf sitt sem framkvæmdarstjóri miðborgar fær Jakob 474.000 krónur á mánuði. Einnig fær hann grædda fasta yfirvinnutíma sem eru 48 klukkustundir sem gerir um 236.000 á mánuði.


Tengdar fréttir

Jakob Frímann er framhandleggur borgarstjóra

„Framkvæmdastjóra miðborgarmála er samkvæmt orðum borgarstjórans sjálfs ætlað að vera eins konar framhandleggur hans í miðborgarmálum og fylgja eftir ákvörðunum hans og ásetningi um að stórbæta ástand hennar frá því sem nú er,“ svarar Jakob Frímann Magnússon aðspurður hvort hann sé nýskipaður umboðsmaður Ólafs F. Magnússonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×