Lífið

Ösku Cobain stolið

Courtney Love, fyrrverandi eiginkona rokkarans Kurt Cobain segir ösku hans hafa verið stolið af heimili hennar. Fjórtán ár eru síðan Cobain, sem þá var söngvari grunge-bandsins Nirvana, framdi sjálfsmorð. Hluta af ösku hans var dreift í New York og Washington, en eiginkonan hélt hluta hennar eftir. Hún er miður sín yfir stuldinum.

„Ég trúi því ekki að einhver myndi taka ösku Kurt frá mér," er haft eftir Courtney í News of the World. „Mér finnst þetta viðbjóðslegt og er komin á fremsta hlunn með að fremja sjálfsmorð. Ef ég fæ öskuna ekki aftur veit ég ekki hvað ég geri."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.