Innlent

Fangageymslur fylltust í nótt

Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fylltust í nótt vegna mikillar ölvunar í borginni. Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í nótt. Í einni þeirra hlaut karlmaður töluverða áverka í andliti og þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar. Tveir menn hafa verið handteknir vegna málsins. Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu og einn fyrir fíkniefnaakstur. Þá stöðvaði lögreglan ölvaðan ökumann á leið hans milli Raufarhafnar og Þórshafnar um hálfsjöleytið í morgun. Hann var á stolnum bíl og án ökuréttinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×