Innlent

Hundruð Íslendinga hafa streymt inn í nýja verslunarmiðstöð

Hundruð manna hafa streymt í nýjustu verslunarmiðstöð landsins, Korputorg, í morgun. Fréttastofa ræddi við verslunarstjóra húsgagnaverslunarinnar ILVA, Róbert Valtýsson, nú laust fyrir fréttir og hann sagði viðtökurnar framar vonum. Menn hafi ekki búist við miklu í þessu árferði.

Verslunin opnaði klukkan átta í morgun og þá strax var reytingur af fólki sem beið fyrir utan ILVA og fleiri verslanir á Korputorgi. Á fyrsta klukkutímanum höfðu fimm hundruð manns farið í gegnum ILVA og tvö hundruð gjafabréf til viðskiptavina gufuðu upp á korteri. Róbert segir rífandi gang í sölunni og er hæstánægður.

Fimm verslanir eru á Korputorgi, ILVA, Europris, Pier, Rúmfatalagerinn og Toys'R Us. Húsnæðið er fimmtíu þúsund fermetrar og búið er að leigja út 75% af þeim fermetrum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×