Innlent

Útilokar ekki að íslenskum mörkuðum verði lokað á mánudag

Forstjóri Kauphallar Íslands segir ólíklegt að íslenskum mörkuðum verði lokað á mánudag en segist þó ekki geta útilokað það. Slíkt væri ekki gert nema í ítrustu neyð og við mjög sérstakar aðstæður.

Gripið hefur verið til slíkra aðgerða í Rússlandi á tímum óróleika í efnahagsmálum en sjaldgæft er að mörkuðum sé lokað í hinum vestræna heimi. Til að mynda var ekki gripið til lokunar markaði í Bandaríkjunum þrátt fyrir þann óróa og rót sem myndaðist í kringum björgunarpakkann vestra í síðustu viku.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×