Erlent

Rúmlega 60 handteknir eftir óeirðir í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Politiken

Lögregla í Kaupmannahöfn handtók 62 í gærkvöldi eftir að hópar ungmenna, alls um 150 manns, höfðu farið um borgina með skemmdarverkum.

Upphaflega kom allur hópurinn saman á torgi í borginni til að sýna grískum almenningi samstöðu í mótmælunum sem þar hafa staðið í nokkra daga. Þegar lögregla fór fram á að hópurinn tilnefndi talsmann sem stjórnaði mótmælunum kom til átaka og var lögreglan grýtt með flöskum og málningu skvett á hana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×