Innlent

Blaðamannafundi úr Valhöll lokið

Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson borgarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna mun ekki víkja sæti. Vísir sýndi beint frá blaðamannafundi úr Valhöll þar sem Vilhjálmur ræddi við fjölmiðla.

Fundur borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna dróst nokkuð því gert var ráð fyrir að honum lyki um eitt og hægt að hefja blaðamannafund þá. Fundurinn hófst hins vegar ekki fyrr en um tvö.

Um var að ræða reglubundinn fund borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Hann er venjulegast haldinn í ráðhúsinu en fundarstað var breytt að því er virðist til að forðast ágang fjölmiðla.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×