Lífið

50 Cent í eróbikk

Rapparinn þarf að losa sig við eitthvað af vöðvunum.
Rapparinn þarf að losa sig við eitthvað af vöðvunum.
Rapparinn 50 Cent þarf að hætta að lyfta lóðum og mæta í fleiri eróbikktíma. Þetta eru fyrirmæli frá framleiðendum myndarinnar Microwave Park. Rapparinn leikur lögreglumann í myndinni, og á að vera grannur og spengilegur í hlutverkinu. Hann hefur hinsvegar lyft lóðum af miklum móð undanfarin ár, og þarf því að reyna að losa sig við eitthvað af vöðvunum.

Félögum hans í rappsveitinni G-Unit finnst tilhugsunin um 50 Cent í eróbikki sprenghlægileg, og gera óspart grín að honum. Hann hefur hinsvegar stungið upp á því að þeir fari í keppni við hann um hver grennist mest, og fær sá vegleg peningaverðlaun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.