Lífið

Skrifar bók um Lindu

Paul McCartney
Paul McCartney

Sir Paul McCartney er að skrifa bók um fyrrum eiginkonu sína Lindu. Hinn 65 ára gamli bítill mun þar deila mörgum þeirra frábæru stunda sem þau áttu saman. Hann mun hitta útgefanda í vikunni til þess að fara yfir málin.

Vinur bítilsins sagði hann virkilega spenntan fyrir skrifunum. „Ég er mjög til í þetta," á hann að hafa sagt.

Bókin mun innihalda ógrynni ljósmynda sem Linda tók en hún dó fyrir 10 árum síðan úr krabbameini, aðeins 56 ára gömul.

Vinurinn segir Paul mjög tilbúinn í verkefnið. „Hann hefur átt erfitt undanfarið vegna skilnaðarins við Heather. Hann er ánægður með að geta einbeitt sér að einhverju öðru núna. Hann lítur á þetta sem virðingarvott við minningu Lindu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.