Lífið

Pabbi Amy vill láta loka hana inni

Amy Winehouse
Amy Winehouse

Hinn áhyggjufulli faðir söngkonunnar Amy Winehouse hefur lýst því yfir að hann vilji láta loka hana inni á meðferðarstofnun. Söngkonan djammglaða hefur átt erfitt með fíkniefni og áfengi síðustu árin.

Mitch Winehouse er þess fullviss að þetta sé eina leiðin til þess að dóttirin drepi sig ekki á fíkniefnaneyslu. „Ástandið er komið úr böndunum, ég vil hana af götunum."

Faðirinn segist einnig hafa litla trú á að sex vikna meðferð skili nokkru. Ástandið sé það slæmt að eitthvað róttækara þurfi að gerast.

Mitch sem er leigubílstjóri hefur verið í fríi á Tenerife undanfarið. Hann ætlar að fljúga heim í dag þar sem hann mun ræða við dóttur sína, lækna og sálfræðinga um hvað sé hægt að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.