Innlent

Extra Bladet safnaði fyrir Íslendinga

Magasin í Danmörku sem er í eigu Íslendinga.
Magasin í Danmörku sem er í eigu Íslendinga. MYND/Kristján Sigurjónsson
Extra Bladet hendir gaman að ástandinu á Íslandi og stóð fyrir söfnun fyrir eldfjallaeyju í kreppu sem rann á rassinn, eins og það er orðað.

Á vef Extra Bladet segir að blaðið hafi mikinnn áhuga á Björk, goshverum, litlum hestum og öllu hinu sem einkenni eyna litlu. „Þess vegna leggjum við upp í leiðangur. Við þurfum að bjarga efnhagslífi Íslands og því hófum við skjótt söfnun fyrir vini okkar í norðri sem finna mikið fyrir efnahagskreppunni," segir á vef blaðsins. Söfnun Extra Bladet fór fram fyrir framan Magasin du Nord sem sem blaðið segir eitt af táknum hins íslenska fjármálaævintýris sem sé nú að breytast í martröð.

Á vef Extra Bladet segir að blaðið hafi mikinnn áhuga á Björk, goshverum, litlum hestum og öllu hinu sem einkenni eyna litlu. „Þess vegna leggjum við upp í leiðangur. Við þurfum að bjarga efnhagslífi Íslands og því hófum við skjótt söfnun fyrir vini okkar í norðri sem finna mikið fyrir efnahagskreppunni," segir á vef blaðsins. Söfnun Extra Bladet fór fram fyrir framan Magasin du Nord sem sem blaðið segir eitt af táknum hins íslenska fjármálaævintýris sem sé nú að breytast í martröð.

Extra Bladet segir að vegfarendur hafi tekið misjafnlega í uppátækið. Sumir hafi neitað að gefa svo lítið sem 25 aura en aðrir hafi lagt til smápeninga. Þá segist blaðið hafa fengið metupphæð frá Íslendingi, heilar eitt hundrað danskar krónur.

Forsvarsmenn söfnunarinnar hugðust fara með afrakstur hennar í íslenska sendiráðið en þar var þeim tjáð að sendiherrann væri í New York. Þeim væri þó frjálst að koma með hina efnahagslegu innspýtingu til hinna norrænu bræðra í sendiráðið. Alls söfnuðust 320 danskar krónur, jafnvirði um 6400 íslenskra króna.

Haft er eftir starfsmanni sendiráðsins að sú upphæð dugi ekki alveg til að bjarga íslensku efnhagslífi en það sé hugurinn sem skipti máli.

Hægt er að sjá myndband af söfnuninni hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×