Lífið

Amiina á lag dagsins á bandarískri útvarpsstöð

Rugl, lag hljómsveitarinnar Amiinu, var valið lag dagsins á heimasíðu NPR - National Public Radio - í gær. Yfir 26 milljónir manna hlusta á útvarpsstöðvar NPR í viku.

Á síðunni útvarpsins fylgdi einnig lofsamlegur dómur um sveitina, þar sem segir meðal annars að tónar hennar fangi hugann og sefi sálina.

Umsögnin hefur líkast til glatt þær Amiinu konur, sem eru þessa dagana önnum kafnar við að undirbúa tónleika á Listahátíð í Hafnarhúsinu þann 15. og 16. maí. Þar koma þær meðal annars fram ásamt Orra Páli Dýrasyni og Kjartani Sveinssyni úr Sigurrós, strengja- og blásturssveit.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.