Lífið

Pamela Anderson fær ríkisborgararétt

Ofurbomban Pamela Anderson er orðin bandarískur ríkisborgari. Þessum stórfréttum greindi Pamela, sem er fædd og uppalin í Kanada, frá á vefsíðu sinni á dögunum. Fyrsta verk Baywatch stjörnunnar eftir að rétturinn var fenginn var að skunda til Washington að berjast gegn tilraunum á dýrum. „Það sem er frábært við að vera ríkisborgari er ekki bara það að nú má ég kjósa. Núna get ég líka þrýst á þingheim að vernda dýr," ritaði dýraverndunarsinninn Pamela.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.