Lífið

Frikki Weiss stígur sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu

„Ég fékk pínulítið hlutverk í myndinni í fertugsafmælisgjöf," segir veitinga- og altmuligmaðurinn Friðrik Weishappel. Hann stígur sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu á föstudaginn, þegar hann leikur lítið hlutverk í mynd Dags Kára, The Good Heart.

„Þetta var á listanum yfir hluti sem mig langar að prófa, ásamt loftbelgsflugi," segir Friðrik. Þegar hann varð fertugur í desember ákváðu vinir hans, þeir Þórir Snær framleiðandi myndarinnar framleiðandi myndarinnar og leikstjórinn Dagur Kári að gefa honum hlutverk að gjöf. Friðrik gat þó strokað fleira út af tossalistanum, því loftbelgferðina fékk hann líka í afmælisgjöf.

Friðrik segist ekkert geta gefið upp um hvað atriðið fjallar, enda er handritið hernaðarleyndarmál. Hann leikur þó á móti Brian Cox, einum aðalleikara myndarinnar. Það gæti líklega verið verra, en Cox hefur leikið í myndum á borð við The Bourne Supremacy, Troy og Braveheart.

„Auðvitað er þetta byrjunin á stórkostlegum kvikmyndaferli. Maður er búinn með barbransann og tískubransann, og nú er það bara Hollywood," segir Friðrik og hlær. Að öllu gamni slepptu segir Friðrik þó þetta bara vera til gamans gert. Aðal tilgangurinn sé að fá að upplifa kvikmyndatökur einu sinni. „Þær eru mikils virði í lífinu, upplifanirnar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.