Lífið

Cher og Tom Cruise voru par

Plastbomban Cher hefur í fyrsta sinn viðurkennt að hafa átt í sambandi við Tom Cruise. Sögusagnir um samband þeirra hafa lengi verið lífsseigar, og staðfesti Cher þær í viðtali við Opruh á dögunum. „Þetta hefði getað orðið afar rómantískt samband, ég var alveg brjáluð í hann," sagði Cher, sem var tæplega fertug þegar sambandið hófst, en Cruise 23 ára.

Parið hittist í samkvæmi í Hvíta húsinu skömmu eftir Cruise sló í gegn með myndinni Risky Business. Sambandinu lauk þegar hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Mimi Rogers.

Opruh þátturinn verður sýndur í Bandaríkjunum í næsta mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.