Lífið

Madonna ræður skilnaðarlögfræðing

Orðrómur um yfirvofandi skilnað poppdrottningarinnar Madonnu og leikstjórans Guy Richie virðist ekki vera í neinni rénun. Fyrir skemmstu neituðu þau því alfarið að nokkur vandræði væru í hjónabandinu, en nú er Madonna sögð hafa ráðið sér skilnaðarlögfræðing.

Sá heitir Nicholas Mostyn, og er hefur töluverða reynslu af sóðalegum skilnaðarmálum. Til að mynda aðstoðaði hann Heather Mills við að mjólka andvirði tæpra 3,7 milljarða króna út úr eiginmanni hennar, bítlinum Paul McCartney.

Richie á reyndar eitt sameiginlegt með Mills. Hann og Madonna skrifuðu aldrei undir kaupmála, og á hann því rétt á helmingi auðæfa hennar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.