Voffi hætt komin vegna kæruleysis veiðimanna 30. júlí 2008 12:59 „Hann er allur að hjarna við," segir Ómar Örn Jónsson eigandi hundsins Tinna, sem í gær var skorinn upp eftir að hafa innbyrt öngul og girni í veiðiferð á föstudaginn. Öngullinn festist í maga hundsins, og girnið lafði niður í þarma. Gera þurfti opna aðgerð á kviðarholi Tinna til að fjarlægja veiðifærin. Tinni er bara átta mánaða gamall og var þetta hans fyrsta veiðiferð. Öngulinn gleypti hann fyrir utan veiðihús í Veiðivötnum. „Það hefur örugglega einhver verið að flýta sér heim," segir Ómar. Hann þekkir dæmi þess að menn séu hættir að þora að fara með hundana sína í veiði, þar sem veiðimenn kasti önglum og girni frá sér án þess að velta afleiðingunum fyrir sér. „Það er mikilvægt að beina þeim tilmælum til veiðimanna að ganga vel frá og taka með sér allt sem þeir eru með. Ekki skilja eftir öngla eða girni neinsstaðar," segir Sif Traustadóttir dýralæknir á Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti. Tinni er annar hundurinn á nokkrum dögum sem skera þarf upp þar eftir að hafa gleypt öngul. „Önglar geta stungist í gegnum þarmavegginn og af því getur hlotist lífhimnubólga sem er lífshættuleg," segir Sif, og bætir þvi við að girnið sé ekki síður hættulegt. Það særi þarmana og geti valdið lífshættulegum stíflunum. Sif segir heimilisdýr ekki þau einu sem geti hlotið skaða af þessu. Mörg dæmi þess að viltir fuglar drepist af því að innbyrða girni. „Það vildi svo heppilega til í báðum þessum tilvikum að eigandinn tók eftir því að það stóð girni út úr munninum á hundinum og vissi að hann hefði gleypt öngul," segir Sif. Því hafi verið hægt að fylgjast með því hvort önglarnir og girnið skiluðu sér með náttúrulegum hætti og bregðast við þegar það gerðist ekki. „Þetta getur verið hættulegt ef fólk tekur ekki eftir þessu og veit ekki af því fyrr en hundurinn er orðinn fárveikur." Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
„Hann er allur að hjarna við," segir Ómar Örn Jónsson eigandi hundsins Tinna, sem í gær var skorinn upp eftir að hafa innbyrt öngul og girni í veiðiferð á föstudaginn. Öngullinn festist í maga hundsins, og girnið lafði niður í þarma. Gera þurfti opna aðgerð á kviðarholi Tinna til að fjarlægja veiðifærin. Tinni er bara átta mánaða gamall og var þetta hans fyrsta veiðiferð. Öngulinn gleypti hann fyrir utan veiðihús í Veiðivötnum. „Það hefur örugglega einhver verið að flýta sér heim," segir Ómar. Hann þekkir dæmi þess að menn séu hættir að þora að fara með hundana sína í veiði, þar sem veiðimenn kasti önglum og girni frá sér án þess að velta afleiðingunum fyrir sér. „Það er mikilvægt að beina þeim tilmælum til veiðimanna að ganga vel frá og taka með sér allt sem þeir eru með. Ekki skilja eftir öngla eða girni neinsstaðar," segir Sif Traustadóttir dýralæknir á Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti. Tinni er annar hundurinn á nokkrum dögum sem skera þarf upp þar eftir að hafa gleypt öngul. „Önglar geta stungist í gegnum þarmavegginn og af því getur hlotist lífhimnubólga sem er lífshættuleg," segir Sif, og bætir þvi við að girnið sé ekki síður hættulegt. Það særi þarmana og geti valdið lífshættulegum stíflunum. Sif segir heimilisdýr ekki þau einu sem geti hlotið skaða af þessu. Mörg dæmi þess að viltir fuglar drepist af því að innbyrða girni. „Það vildi svo heppilega til í báðum þessum tilvikum að eigandinn tók eftir því að það stóð girni út úr munninum á hundinum og vissi að hann hefði gleypt öngul," segir Sif. Því hafi verið hægt að fylgjast með því hvort önglarnir og girnið skiluðu sér með náttúrulegum hætti og bregðast við þegar það gerðist ekki. „Þetta getur verið hættulegt ef fólk tekur ekki eftir þessu og veit ekki af því fyrr en hundurinn er orðinn fárveikur."
Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira